Fleig orð

Fleyg orð kórstjóra við ýmis tækifæri:

Strákar, þið hafið engu gleymt, ekki heldur vitleysum í lögunum.
Við æfingar á Rósa Marín: Strákar, þetta er karlakór, ekki KALL kór"!
Mér fannst eins og tenórinn breyttist í VÍNAR-RÓNA kórinn!
Einu sinni átti ég kött sem söng eins og tenórinn.
En ég varð að lóga honum, því hann var svo kvalinn!
Við erum í góðum málum þegar bassinn fellur í trans!
Þetta á ekki að hljóma eins og kór nýbúa, sem eru að reyna að syngja íslensk þjóðlög!
Fyrsti bassi, voruð þið að syngja YKKAR útsetningu eða þessa sem er á blaðinu?
Tenór, ef þetta er rétt sungið, þá er útsetningin röng!
Því færri sem mæta í öðrum bassa, því færri vitleysur!
Ástþór spurði eitt sinn af sinni alkunnu hævesku: "Gætir þú farið yfir 2 bassa"?
Og kóstjóri svarar: "Hann hefur ekkert breyst, syngdu bara eftir nótunum!
Tenórar, þið voruð undir bláhimni í náttúruskoðun.
Strákar, að syngja Dolce, þýðir ekki að syngja Dólgslega. Legato þýðir ekki Lekandi niður!
Raddæfingar voru stundar einu sinni seinni part vetrar til að reyna að skerpa á áherslum. Annar bassi fór ekki varhluta af því og höfðu þeir orð á, hve þeir teldu sig vera rosalega góða! Þá sagði kórstjórinn: "Það er einmitt þess vegna sem ég vil fá ykkur aftur"!
Tenorar, þið megið fara aðeins hærra, eða eru þið kannski lofthræddir?

Ástþór, það þarf að hafa pottlok til að setja framan í þig til að dempa hljóðið eftir þörfum.
Strákar, þetta eru allt viðurkendar nótur en ekki falskar!
Bassar, ef þið væruð að syngja fyrir Katarínu, væri hún fyrir löngu farinn út um bakdyrnar og þið búnir að syngja svalirnar í mél!
Fyrsti bassi, einhverjir fóru mjög smekklega út af laginu í þessu lagi. Ég verð að segja það!
Ég er ekki alveg að skilja þetta með tenórana. Þeir eru svo grimmir á svip að þeir minna mig á fjöldamorðingja!
Að stilla tenórana er eins og flugmaður að gera klárt fyrir flugtak. - Styðja undir TÉKK - Halda uppi tón TÉKK!
Strákar, annar bassi virðist koma einu slagi fyrr inn - svona til öryggis!
Við bassana: Þið eruð að elta tenorinn, það munar minnstu að þið séuð að glefsa í fyrsta tenór.
Strákar, af hverju heyrist ekkert í ykkur? Eru þroskaþjálfarnir ykkar í verkfalli?
Annar tenór, þetta seig eitthvað langleiðina niður undir klof hjá ykkur!
Þið eigið ekki að syngja eins og þið séuð hjá tannlækni!
Siggi, var lagið búið? Siggi svarar: Nei, ég var bara búinn að fá nóg!
Sagt við fyrsta tenór: Þetta er eins og að kasta teningi. Stundum fær maður 6 eða sex raddir. Skyldi maður fá sex uppá teninginn á tónleikunum?
Strákar, það voru fullt af nótum sem pössuðu, en það voru samt meira af hinum!

Tenóranir þurfa að syngja svo hátt að þeir fá standpínu!
Stjórnandi sagði eitt sinn: Nota tóneyrað. Þá gellur í Jónatani: Getum við ekki keypt það einhverstaðar? - Svar: Þú getur athugað hjá Árna Jonsen, hann er hættur að nota sitt fyrir löngu!
Athugasemd frá Grétari: Siggi, vinstri og hægri hönd eru ekki í takt, þegar þú ert að stjórna. Hvorri eigum við að fara eftir?
Flettingar í dag: 71
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 126
Gestir í gær: 22
Samtals flettingar: 182744
Samtals gestir: 45262
Tölur uppfærðar: 21.11.2019 10:00:19