Færslur: 2013 Apríl

16.04.2013 16:18

Vestismátun

Á æfingunni í gær mátuðu söngfuglarnir ný vesti sem sveitin ætlar að vera í á vortónleikum 2013. Sumir furðuðu sig á því hvað gömlu vestin hafa hlaupið í þvotti og aðrir sögðu að það væri ekki gott að setja þau mikið í þurrkara!
Allavega voru margir sem höfðu vaxið í söng en restin gat enn notað sama númer og fyrir 10 árum.
Hvað með það, nýju vestin eru með sama sniði og þau gömlu en verða svört, því að rauða efnið sem notað var í gömlu vestin er ekki til lengur og erfitt að sauma ný vesti fyrir nýja félaga og það er ekki sami litur.
Kannski verður sveitin kölluð Svarta Söngsveitin Víkingarnir! Hver veit :)
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 142035
Samtals gestir: 38688
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 04:06:30