Færslur: 2011 Október

17.10.2011 21:54

Nýjustu fréttir

Sælir félagar
Helstu fréttir af fundi í kvöld 17.okt.
Ákveðið var að sleppa þátttöku kórsins í skemmtikvöldi kvennakórsins vegna dræmra undirtekta félaga. Of margir gátu ekki mætt.
Nýir raddformenn voru kosnir Gummi Knúts fyrir 1. tenór og Ástþór fyrir 2. bassa. Aðrir héldu sínum stöðum, Jónas og Eiríkur (með aðstoð Braga).
Ákveðið var að halda tvær æfingar á viku, næstu tvær vikurnar. Fyrsta æfingin verður á mánudaginn næsta 24. okt og seinni æfingin verður ákveðin á þeirri æfingu.Mikilvægt að allir mæti og taki góða rispu.
Rætt var um ferðina í Hörpu þann 12. nóv. nk. Rúta fer af svæðinu og pikkar upp alla sem máli skipta og jafnvel einhverja fleiri. Brottför tilkynnt síðar. Snætt í Munnhörpunni fyrir tónleika og eru menn beðnir um að taka afstöðu til hópmatseðils (Sjá Munnharpa eða Óli forseti). Menn eru minntir á að greiða miðana á tónleikana inn á reikning Víkinga. Gjaldið er 10.400- á parið
 Reikningurinn  er í Íslandsbanka

 542-26-3360

Kt 490904-3360
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 142035
Samtals gestir: 38688
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 04:06:30