Færslur: 2011 September

08.09.2011 19:27

Veglegur styrkurÍ dag, 8. september, skrifaði fulltrúi söngsveitarinnar undir samning á milli Söngsveitarinnar Víkinga annarsvegar og Magma Energy Iceland ehf. hinsvegar.
Markmið samningsins er að Magma vill á jákvæðan hátt með framlagi sínu og samstarfi aðila þessa samnings styðja við bakið á samfélagslegum verkefnum í Garði. Þessi samningur tekur til þátttöku eflingar menningarlífs í Garði.

Framlag Magma er 200.000 kr og greiðist fyrri hluti samningsins strax en seinni hluti í júní á næsta ári.

Vill Söngsveitin þakka Magma fyrir rausnarlegt framlag og bæjarstjórn í Garði fyrir framgöngu í þessu máli.05.09.2011 19:20

Æfingar hefjast í kvöld

Æfingar Söngsveitarinnar hefjast í kvöld í Miðgarði kl. 20.00 eftir sumarfrí. Reyndar hittist hópurinn á mánudaginn var og dustuðu ryk af nótum og raddböndum, en var það vegna þess að hópurinn mætti í Bátasal Duus og söng fyrir gesti og gangandi á Ljósnótt. Það er orðin fastur liður í dagskrá Ljósnætur að Víkingar mæti og syngi á þessari hátið ljósa og lista. Í fyrra sungum við í Bíósal fyrir fullum sal en yfirleitt erum við til skiptis í Bíósal eða bátasal. Giggið tókst mjög vel, fólk skemmti sér vel og hópurinn mjög þéttur, bæði í vigt og söng!
Æfingar verða á mánudagskvöldum í Miðgarði í vetur og hvetjum við þá karlmenn sem þetta lesa og hafa áhuga á söng og vilja taka þátt, að láta sjá sig.
Það eru allir velkomnir.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 142035
Samtals gestir: 38688
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 04:06:30