Færslur: 2011 Janúar

10.01.2011 17:59

Tóngjörningur í MiðgarðiHeil og sæl, öll sömul og gleðilegt nýtt ár.
Árið hjá Víkingum byrjar með hvelli, s.l. sunnudag tóku strákarnir þátt í tóngjörningi í MIðgarði og var tónverkið smíði Atla Ingólfssonar, tónskálds. Við æfðum á föstudagskvöldinu í klukkutíma, mættum svo kl. 13.00 á sunnudaginn var og rendum einu sinni yfir með léttri æfingu. Myndirnar í Myndaalbúmi sýna myndir teknar á æfingunni þá. Undirritaður var auðvitað upptekin á sviðinu þegar gjörningurinn var gerður og engin traustvekjandi til að handfjalla myndavélina mína!

En nú hefst hin alvöru alvara! Æfingar eru í kvöld í Miðgarði kl. 20:00 eins og venjulega og verða alla mánudaga nema að annað sé tekið fram á æfingu!
Stjórnin vill minna félaga á að uppfæra félagsgjöldin sín á Heimabankanum eða hjá viðkomandi banka, það auðveldar alla innheimtu félagsgjalda.
Meira síðar, kv. Bragi
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 142035
Samtals gestir: 38688
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 04:06:30