Færslur: 2010 Janúar

19.01.2010 20:22

Nýr stjórnandiSöngsveitin Víkingar réðu nýjan stjórnanda í haust og heitir hún Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir. Hjördís, eins hún er oftast kölluð, útskrifaðist frá Tónlistaskólanum í Garðabæ 1995 eftir nám í einsöng. Eftir það lá leið til Bandríkjanna í framhaldsnám við háskólann í Boston og útskrifaðist þaðan með mastergráðu 1998. Hjördís hefur starfað sem söngkennari og kórstjórnandi við Tónlistaskólann í Reykjanesbæ og skólastjóri Tónlistaskólans í Garði, auk þess sem hún koma fram sem einsöngvari og raddþjálfari fyrir nokkra kirkjukóra. Árið 2003 fór hún til Hollands og starfaði þar sem sólóisti og aðstoðar kórstjórnandi hjá nokkrum kórum í Gelderland, Hollandi. Árið 2006 starfaði hún sem kórstjórnandi hjá UCC Choral Society á Írlandi svo eitthvað sé nefnt.

Söngsveitin Víkingar vilja bjóða Hjördísi velkomna og hlakka til að starfa með svona reyndum stjórnanda. Vonandi þolir hún allt þetta "testosteron" flæði, sem brýst fram á hverju mánudagskvöldi!

Framundan eru stífar æfingar fyrir vorið og hefur söngsveitin verið að æfa nokkur ný lög í haust, auk þess að taka þátt í jólatónleikum með kirkjukórnum í Útskála- og Hvalsnessókn í desember. Dagskráin í vor verður bland af eldri lögum auk nýrri laga og laga sem kórin hefur líti flutt, en hafa æft undanfarin ár.

Í gær var hörkuæfin vegna Þorrablótsins í Garði og fá gestir væna sneið af Matseðli, Séra Magnúsi og öðru súrmeti.


03.01.2010 14:03

Áramótakveðja og æfingar hefjast

Söngsveitin Víkingar vilja senda öllum óskir um gleðilegt söngár og vilja minna félagsmenn á að æfingar hefjast að nýju eftir jólafrí, mánudaginn 4. janúar og að venju verða æfingar í Gerðaskóla. Framundan eru stífar æfingar því að söngsveitin tekur þátt í þorrablóti sem haldið verður í íþróttahúsinu í Garði seinna í janúar. Er því gott að dusta rykið af heppilegum lögum sem passa vel við skemmtun sem þessa.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 142035
Samtals gestir: 38688
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 04:06:30