Færslur: 2009 Desember

22.12.2009 23:20

Jólakveðja


09.12.2009 23:57

AðventutónleikarAðventutónleikar Söngsveitar Víkinga og kórs Útskála- og Hvalsneskirkju verður sunnudaginn 13. desember. Fyrri tónleikarnir verða í Útskálakirkju kl. 17.00 og þeir seinni kl. 20.00 í Safnaðaheimilinu í Sandgerði. Hafa kórarnir æft stíft síðustu vikur, saman og sér og er dagskráin að ganga upp. Samæfingar voru í gærkveldi og tókst að tengja síðustu nóturnar saman við raddbönd söngvara og hljómaði þetta bara vel að sögn þeirra sem sátu í salnum. Dagskráin er fjölbreitt, Víkingarnir byrja á að syngja 4 jólalög, síðan syngur kirkjukórinn 4 lög og saman syngja svo kórarnir syrpu af jólalögum. Þetta verður allt voða jólalegt og skemmtilegt. Er það von okkar að fólk sjái sér fært að slaka aðeins á fyrir undirbúning jálahalds og gefi sér tíma til að koma og hlusta á undurfagra tóna frelsaranum til dýrðar!

02.12.2009 00:13

Æfingar með kirkjukór Útskála- og Hvalsneskirkju

Æfingar hófust í kvöld með kirkjukór Útskála- og Hvalsneskirkju og gekk hún bara nokkuð bærilega. Fyrst var smá óöryggi í bössunum, þeir eru óvanir að hafa svona margar konur í kringum sig og voru eitthvað feimnir en allt fór þetta vel að lokum. Tónleikar verða í Útskálakirkju sunnudaginn 13. desember kl 17.00 og í Safnaðarheimilinu í Sandgerði kl. 20.00. Meira um það síðar.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 142035
Samtals gestir: 38688
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 04:06:30