Færslur: 2009 Nóvember

26.11.2009 21:24

Stjórn

Í stjórn sveitarinnar eru eftirtaldir víkingar;

Ólafur Eyjólfsson, forseti, olie@iav.is
Jónatan Ingimarsson, fjármálaherra, taniingi@mi.is
Magnús S. Björnsson, meðstjórnandi, maddi@isl.is

Félagsgjald fyrir árið 2009-2010 er 1500 kr. á mánuði sem fyrr og geta félagar millifært á reikning félagsins mánaðarlega, best er að láta millifæra mánaðarlega.

Reikningurinn er:

0542-26-003360 og kennitala 490904-3360.


26.11.2009 08:22

Fyrstu myndir

emoticon Þá eru fyrstu myndirnar komnar inn en þær eru frá tónleikum í Gerðaskóla vorið 2006. Þar á dagskrá vöru lög m.a. eftir Magnús Eiríksson og fengu Víkingar liðsinnis Þorvaldar og Rebekku í undirleik undir ötulli leiðsögn Vignis. Stjórnandi þá var Sigurður Sævarsson.

25.11.2009 22:25

Til hamingu, Víkingar

Verið velkomin á þessa síðu söngsveitarinnar.
Þá er þetta loksings komið hjá okkur. Búið að vera mikið japl, jaml og eitthvað, til að koma á endanlegu skikki á þessa heimasíðu okkar og nú skal taka á því!
Fyrst þarf að setja inn allar helstu upplýsingar, nýjustu myndir og fréttir. hitt kemur svo inn undir eldra efni eftir tima og aðstæðum.

Söngsveitin var stofnuð á haustdögum 1994 af nokkrum félögum úr Garði og Sandgerði og er því 15 ára um þessar mundir. Síðar bættust við félagar úr Reykjanesbæ. Í upphafi voru þeir 9 félagarnir en hafa teygt sig í 24 manna fastan kjarna. Til gamans má geta að uppruni nafnsins er sótt til eldri kórs sem var starfandi á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. En þeir kölluðu sig Karlakórinn Víkingarnir og var undir stjórn Sr. Eiríks Brynjólfssonar, prests á Útskálum.
  • 1
Flettingar í dag: 18
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 46
Gestir í gær: 15
Samtals flettingar: 142035
Samtals gestir: 38688
Tölur uppfærðar: 24.2.2018 04:06:30